Innlent

Krabbameinsvaldandi efni á gervigrasvöllum

Í dekkjakurli sem notað er á gervigrasvelli barna eru krabbameinsvaldandi efni og eiturefni sem geta verið hættuleg börnum. Læknafélag Íslands skoraði fyrir skömmu, í einróma ályktun, á Alþingi að láta banna notkun þessa kurls.

Gúmmíkurlið sem dreift er á gervigrasvelli þar sem börn iðka löngum fótbolta og leiki er gert úr ónýtjum dekkjum. Vitað er að ýmis eiturefni eru í dekkjum og þess vegna eru þau meðhöndluð af varúð og strangar reglur gilda um förgun þeirra.

Þessar reglur gilda hins vegar ekki þegar búið er að kurla dekkinn niður og dreifa þeim á íþróttasvæði barna. Þórarinn Guðnason varaformaður Læknafélags Íslands segir að þó sé ljóst að þá eigi eiturefnin mun greiðari leið út í umhverfið en þegar þau eru enn bundin í hjólbarða. Í viðtali við nýjasta hefti Læknablaðsins bendir hann á að bannað sé að brenna dekk, því þá komist efnin úr þeim í andrúmsloft og umhverfi. Honum þykir því vandséð að betri lausn sé að tæta dekkinn niður og dreifa þeim á leikvelli þar sem börn séu að leik og efnin berist svo ít í umverfið og geti þar með eitrað jarðveg og grunnvatn.

Þórarinn segir að vitað sé að í dekkjum séu efni sem innihaldi efni sem eru krabbameinsvaldandi, geta valdið ófrjósemi og taugaskemmdum. Þá séu áhrifin sem þau geta haft á umhverfið ótalin.

Hann vill að heilbrigðiseftirlitum séu fengnar skýrar verkreglur og því sé mikilvægt að Alþingis samþykki þingsályktunartillögu um málið sem kveði á um bann á notkun á gúmmíkurli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×