Innlent

Greip í læri og slökkti ljósin

Maðurinn lagði til tveggja manna með hnífi.
Maðurinn lagði til tveggja manna með hnífi.
Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan mann fyrir ýmis brot, þar á meðal hættubrot í bifreið og tvær líkamsárásir.

Manninum er gefið að sök að hafa að næturlagi í nóvember á síðasta ári gripið í innanvert læri ökumanns og slökkt aðalljós bifreiðarinnar sem hann var í með þeim afleiðingum að ökumaðurinn misst stjórn á bílnum. Sá ákærði er þar með talinn hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins og þriggja farþega í bifreiðinni í hættu á ófyrirleitinn hátt. Atvikið átti sér stað á Norðfjarðarvegi milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þá er maðurinn ákærður fyrir að leggja með hnífi til tveggja manna í bílnum.

Auk þessa er manninum gefinn að sök ölvunarakstur og brot gegn valdstjórninni. Í síðarnefnda tilvikinu hótaði hann lögreglumönnum ítrekað að beita þá ofbeldi. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×