Erlent

Líkir Cheney við Svarthöfða

„Enginn var hneykslaðri eða reiðari en ég þegar engin gjöreyðingarvopn fundust,“ segir George W. Bush.
Nordicphotos/AFP
„Enginn var hneykslaðri eða reiðari en ég þegar engin gjöreyðingarvopn fundust,“ segir George W. Bush. Nordicphotos/AFP
George W. Bush segir að sér hafi liðið illa þegar í ljós kom að engin gjöreyðingarvopn fundust í Írak eftir innrás Bandaríkjanna og bandalagsríkja í landið. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu, þar sem hann ver þá ákvörðun að ráðast inn í landið.

Þar kemur einnig fram að Bush íhugaði að skipta varaforseta sínum, Dick Cheney, út. Í bókinni segir hann að Cheney hafi verið „Svarthöfði“ stjórnar sinnar. Svarthöfði er þekkt illmenni úr Star Wars kvikmyndunum.

Bush segir að hann telji að rétt hafi verið að ráðast inn í Írak. Írakar séu betur komnir án „morðóða einræðisherrans“ Saddams Hussein.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×