Innlent

Þurfum skýra sýn á háskólasamfélagið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur segir mikilvægt að taka umræðu um menntakerfið áður en niðurskurður fer fram.
Höskuldur segir mikilvægt að taka umræðu um menntakerfið áður en niðurskurður fer fram.
Það liggur fyrir samkvæmt hagtölum að það verði að skera meira niður og hagræða í menntakerfinu. Það þarf að hafa skýra framtíðarsýn á það hvernig það er gert, segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem er málshefjandi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um framtíð háskólasamfélagsins.

Hann bendir á að menntamálaráðherra hafi boðað aukna samvinnu ríkisháskóla. Þetta segir hann að sé meðal þess sem þurfi að ræða. Sjálfur segist hann ekki vera viss um að sameining skóla sé það rétta í stöðunni. „Ég er ekki viss. Ég tel að þeir háskólar sem hafi verið að spretta upp á undanförnum áratug hafi sýnt gríðarlegt frumkvæði og verið farvegur fyrir nýjar leiðir," segir Höskuldur.

Höskuldur segir mikilvægt að umræðan um íslenska háskólasamfélagið fari fram, því niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé nú að fara fram án þess að nokkur umræða hafi verið tekin um framtíðarstefnu. „Við viljum ekki lenda í sömu sporum næsta haust að ný stefna verði keyrð í gegnum fjárlög án undangenginnar umræðu. Þetta er liður í því," segir Höskuldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×