Innlent

Flugmaður Geysisvélarinnar keypti fyrsta Neyðarkallinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagfinnur Stefánsson, til vinstri, ásamt þeim Magnúsi Hallgrímssyni og Guttormi Þórarinssyni, sem eru í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Dagfinnur Stefánsson, til vinstri, ásamt þeim Magnúsi Hallgrímssyni og Guttormi Þórarinssyni, sem eru í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Mynd/ Vilhelm.
Dagfinnur Stefánsson, flugmaður á flugvélinni Geysi sem fórst 1950, keypti fyrsta Neyðarkall Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar að sala hófst i dag.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að hjá björgunarsveitamönnum sé annasamt og kostnaðarsamt ár brátt að líða undir lok. Þar beri hæst langar aðgerðir í kringum eldgosin í vor. Þær aðgerðir hafi útheimt mikinn mannafla og tækjabúnað. Einnig hafi aðgerðir rústabjörgunarsveitamanna á Haíti, eftir að jarðskjáltinn reið þar yfir, verið kostnaðarsamar. Rústabjörgunarsveitamenn hafi skilið eftir búnað fyrir allt að fimmtán milljónir króna.

Ólöf Snæhólm segir að sjálfboðaliðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar muni selja Neyðarkallinn um allt land um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×