Innlent

Vísbendingar um að sýking í síld sé á undanhaldi

Margt bendir til þess að sýkingin, sem hefur herjað á íslensku sumargotssíldina í tvö ár, sé á undanhaldi.

Í leiðangri Hafrannsóknarstofnunarinnar, sem er ný lokið, reyndist að vísu þriðjungur síldarinnar sýktur, en hátt hltufall hennar var með langt gengna sýkingu, sem hefur líklega hafist í fyrra og er að komast á lokastig.

Þá var stór hluti af 2007 árganginum, sem kemur inn í veiðarnar á næsta ári, ósýktur. 15 þúsund tonna byrjunarkvóti var gefinn út í haust, en hefur nú verið hækkaður í 40 þúsund tonn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×