Innlent

Gæti orðið hlýjasta ár Reykjavíkur frá upphafi

Gæti orðið besta veðurár Reykjavíkur.
Gæti orðið besta veðurár Reykjavíkur.

Í Reykjavík voru fyrstu 10 mánuðir ársins jafnhlýir og árið 2003 samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Veðurstofunnar.

Þar kemur fram að munur á þessum tveimur árum og fyrstu 10 mánuðum ársins árið 1939 sé ekki marktækur. Árið á enn möguleika á að verða það hlýjasta í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Hlýtt var í október og hiti á landinu 1 til 2 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990.

Hlýindin voru óvenjuleg framan af mánuðinum, en síðan kólnaði og var hiti síðari hlutann nærri meðallagi og suma daga undir því.

Úrkoma var víðast hvar minni en í meðalári nema sums staðar á Norðaustur- og Austurlandi.

Meðalhitinn í Reykjavík var 6,3 stig og er það 1,9 stigi ofan meðallags.

Á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig en það er 1,3 stigi ofan meðallags.

Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 6,0 stig og 0,6 stig á Hveravöllum.

Í Reykjavík var mánuðurinn sá hlýjasti frá 1985, en ámóta hlýtt var í október 2001.

Á Akureyri var hlýrra í október 2007 heldur en nú.

Hægt er að kynna sér málið betur á vefsíðu Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×