Innlent

Vill róttækar breytingar á lögum um Stjórnarráð

Forsætisráðherra vill að gerðar verði róttækar breytingar á lögum um Stjórnarráðið og vonast til að málið nái fram að ganga á vorþingi.

Nefnd forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands tók meðal annars mið af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis við mótun tillagna sinna.

Stefnt er að því að viðamiklar breytingar verði gerðar á lögunum og vonast forsætisráðherra til þess að þær nái fram að ganga á vorþingi.

Nefndin telur meðal annars æskilegt að tryggja pólitíska samábyrgð ríkisstjórna.

Þetta skipti ekki síst miklu máli fyrir fjármálastjórn í landinu og til að auka yfirsýn yfir stöðu efnahagsmála.

Nefndin telur einnig að ráðuneyti eigi að hafa meira eftirlit en nú er með sjálfstæðum stofnunum. Viðskiptaráðherra hafði til dæmis litlar upplýsingar um starfsemi FME og hefur beitt því fyrir sér að hann honum hafi ekki verið heimilt að skipta sér af störfum þess. Bregðast þurfi við þessu.

„Af því ráðherra ber ábyrgð á öllu því sem undir hann heyrir þá þurfi hann að hafa tæki til að fá þessar upplýsingar til að geta brugðist við," segir Arnar Þór Másson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur í sama streng.

„Ég vil taka undir þetta og árétta hvað þetta er mikilvægt atriði sem þú nefnir hér og það hefur bókstaflega verið lokað fyrir ráðherrum sem hafa verið að leita sér upplýsinga, bæði í FME og Seðlabankanum að fá aðgang að nauðsynlegum upplýsingum til að þeir geti rækt sína ábyrgð og skyldur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×