Innlent

Bændasamtökin neita að lána starfsmenn vegna ESB

Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson.

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa hafnað beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um að lána starfsfólk sitt til ráðuneytisins í rýnivinnu vegna umsóknar Íslands að ESB.

Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Þar segir að ráðuneytið hafi óskað eftir sérfræðiaðstoð frá samtökunum með þeim hætti að starfsfólk yrði lánað meðal annars til þess að svara spurningalista varðandi ESB og undirbúa rýnifund í Brussel um landbúnað.

Sérfræðingarnir hefðu þá starfað fyrir ráðuneytið í þrjá mánuði við rýnivinnunna.

Bændasamtökin og Landssamtök sauðfjárbænda svöruðu erindi ráðuneytisins 28. október. Þar kom fram að ósk ráðuneytisins yrði hafnað meðal annars vegna þess að enn hefðu ekki borist svör frá utanríkisráðuneytinu við beiðni Bændasamtakanna þar sem óskað var eftir frekari skýringum á stöðu landbúnaðar í aðildarferlinu.

Sjónarmið Bændasamtakanna er að undirbúningsvinna vegna ESB-aðildarumsóknar eigi alfarið á vera á höndum stjórnvalda.

Hér má nálgast Bændablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×