Innlent

Bjarni: Fálmkenndar aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Bjarni Benediktsson kallaði eftir skýrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Bjarni Benediktsson kallaði eftir skýrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lausnar skuldavanda heimilanna vera fálmkenndar, ómarkvissar og óskýrar.

Bjarni tók fyrstur til máls eftir að Alþingi var sett fyrir stundu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Hann beindi því til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að skýra hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að bjarga heimilunum og gagnrýndi seinagang hennar.

Bjarni benti á að mánuður sé liðinn frá því forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna töluðu um að kynna nýjar hugmyndir fyrir heimilin í landinu og fannst það heldur langur tími aðgerðarleysis.

Jóhanna sagði Bjarna vel vita að ríkisstjórnin væri að sinna þessari vinnu af mikilli kostgæfni og að stjórn og stjórnarandstaða hafi fundað síðast í gær. Loks hafi verið boðað til fundar á mánudag þar sem farið verði yfir níu tillögur sem reiknaðar hafa verið út og búist er við því að þær verði lagðar fram sem fyrst.

Bjarni spurði ennfremur hvers vegna neysluviðmið hjá Umboðsmanni skuldara hafi ekki verið hækkuð, sem og afmnumdar þær hindranir sem hafa verið í veginum fyrir að fjöldi fólks geti nýtt sér þau úrræði sem þegar eru í boði.

Jóhanna sagði þegar verið að skoða möguleika á að hækka neysluviðmiðið og býst við tillögum þess efnis innan tíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×