Innlent

Margrét Tryggva: „Ég skammast mín“

Erla Hlynsdóttir skrifar
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, skammaðist sín í þingsal þegar unglingar voru þar viðstaddir og fylgdust með stjórn og stjórnarandstöðu takast á af mikilli heift.

Margrét sagðist í morgun hafa setið sinn fyrsta fund á Norðurlandaráðsþingi þar sem fyrirspurnir voru lagðar fram af stökustu kurteisi og þeim svarað af sömu kurteisi. Annar tónn var í umræðum á Alþingi nú eftir hádegið en þá sat heill skólabekkur á áhorfendapöllunum og fylgdist með.

„Ég skammast mín fyrir að þessir krakkar, þessi ungmenni, hafi orðið vitni að þessum fyrirspurnartíma þar sem spyrjandi fer í pontu í árásarham og ráðherrar taka til máls, engu skárri," sagði Margrét í pontu undir liðnum „Fundarstjórn forseta."

Þar lagði Margrét til að þingmenn beittu sér fyrir því að laga umræðuhefðina á Alþingi, og að forseti þingsins léti til sín taka í þeim efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×