Innlent

Játaði stórfelldan skartgripaþjófnað

Valur Grettisson skrifar
Skartgripaþjófnaður. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Skartgripaþjófnaður. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Karlmaður játaði í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa brotist inn í skartgripaverslun í Hafnarfirði og stolið þaðan skartgripum fyrir rúmlega tvær milljónir. Innbrotið framdi maðurinn í ágúst 2009.

Þá játaði maðurinn einnig að hafa stolið fartölvu fyrir tæplega 200 þúsund krónur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fyrr á árinu.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í félagi við annan karlmann og veitt honum margvísislega áverka. Meðal annars nefbrotnaði fórnarlambið við aðförina.

Þá játaði maðurinn að hafa kastað viðardrumb í gegnum glugga skátaheimilisins í Kópavogi. Hann var einnig ákærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot. Oftast fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×