Erlent

Wikileaks: Gefa lítið fyrir ásakanir um óábyrgan leka

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.

Wikileaks hafa birt lista sem sýnir svæði og byggingar víðsvegar um heiminn sem eru að mati bandarískra yfirvalda þjóðhagslega mikilvæg og árásir hryðjuverkamanna á staðina myndu ógna þjóðaröryggi.

Um er að ræða olíuleiðslur, verksmiðjur og önnur iðnaðarsvæði. Fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Bretlands, Sir Malcolm Rifkind, segir hryðjuverkamenn myndu glaðir vilja komast yfir lista af þessu tagi og að þessi nýjasti leki sýni að forsvarsmenn Wikileaks hafi hagað sér á óábyrgan og mögulega glæpsamlegan hátt.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, sagði hinsvegar í viðtali á CNN í dag að yfirlýsingar ráðamanna væru „frekar aum tilraun til þess að spinna málið." Í skjölunum sé að finna fyrirskipanir til sendiráðsmanna um að þeir stundi njósnir. Ennfremur væru skjölin ekki merkt sem „leyndarmál" og að 2,5 milljónir sendiráðsstarfsmanna um allan heim hafi haft aðgang að téðum lista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×