Innlent

Spenntur fyrir nýju stöðunni

Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, var nýlega skipaður í starf hjá sjávarútvegs- og fiskeldisdeild FAO.
Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, var nýlega skipaður í starf hjá sjávarútvegs- og fiskeldisdeild FAO.
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, segist í samtali við Fréttablaðið spenntur fyrir nýju starfi sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en hann var skipaður í þá stöðu á þriðjudag.

Árni, sem er dýralæknir að mennt, verður yfirmaður sjávarútvegs- og fiskeldisdeildar FAO. Sjávar­útvegsmál hafa á síðustu árum orðið umfangsmeiri og mikilvægari málaflokkur hjá FAO, að því er fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins. Árni segir í samtali við Fréttablaðið að aðildarríkin og ráðherrar þeirra taki allar ákvarðanir. „Okkar starf er svo að undirbúa stefnumörkun og að framkvæma þá stefnu sem ákveðin er.“

Árni er ekki skipaður í stöðuna sem fulltrúi Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom hins vegar fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefði skrifað meðmælabréf fyrir Árna er hann sótti um stöðuna, um ári áður en rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði sýnt vanrækslu í embætti í aðdraganda bankahrunsins.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×