„Maður sem á tvö svöng börn er hættulegur“ Valur Grettisson skrifar 4. nóvember 2010 14:54 Sturla Jónsson mætti á mótmælin. Myndir/ Valur Grettisson „Það er bara spurning hvenær það sýður upp úr," sagði Sturla Jónsson vörubílstjóri sem mótmælti ríkisstjórninni á Austurvelli. Þar eru á fimmta hundrað mótmælenda. Fólk slær á tunnur við þinghúsið og myndast því gríðarlegur hávaði. Sturla kom heim á dögunum eftir að hafa verið í vinnu í Noregi. Hann segist hafa snúið aftur af heilsufarsástæðum. Á meðan fréttamaður Vísis ræddi við Sturlu kom Hummer-jeppi keyrandi fram hjá mótmælendunum sem lömdu tunnurnar af krafti. Það var gott á milli mótmælanda og lögreglumannanna sem spjölluðu saman.Mynd/ Valur Grettisson „Maður sem á svöng börn er hættulegur," sagði Sturla sem er sannfærður um að önnur bylting í ætt við búsáhaldabyltinguna sé í uppsiglingu. Hann segir fjölskyldurnar í landinu vera búnar að fá nóg. „Annars fékk ég mér snittur í gær," sagði Sturla sem gerðist boðflenna í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Þar var verðlaunaafhending á vegum Norðurlandaráðsins og þurfti boðsmiða til þess að komast inn. Sturla segist hafa verið með boðsmiða, honum var engu að síður fylgt út af lögreglunni. Lögreglan á leiðinni að finna manninn með áfengisvandann.Mynd/ Valur Grettisson „Ráðamenn þjóðarinnar gáfu mér verulega illt auga þennan klukkutíma sem ég var þarna," sagði Sturla að lokum. Það var þá sem kona með eyrnatappa leitaði til þriggja lögreglumanna sem stóðu álengdar og fylgdust með mótmælunum. Þeir fylgdu henni inn í þvögu af fólki þar sem drukkinn maður stóð. Hann hraðaði sér strax í burtu þegar lögreglan nálgaðist. Það var á fimmta hundrað manns á Austurvelli um klukkan hálf þrjú í dag.Mynd/ Valur Grettisson „Þetta var einhver maður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða," sagði konan við fréttamann þar sem hann náði tali af henni við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hummer-bifreiðin lullaði hægt framhjá mótmælendunum.Mynd/ Valur Grettisson Þegar fréttamaður fór af vettvangi var á fimmta hundrað manns að mótmæla. Um hundrað manns slógu tunnurnar af miklu afli sem skapaði mikinn hávaða.Það er ljóst að hávaðinn hefur ekki farið framhjá Alþingismönnum. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
„Það er bara spurning hvenær það sýður upp úr," sagði Sturla Jónsson vörubílstjóri sem mótmælti ríkisstjórninni á Austurvelli. Þar eru á fimmta hundrað mótmælenda. Fólk slær á tunnur við þinghúsið og myndast því gríðarlegur hávaði. Sturla kom heim á dögunum eftir að hafa verið í vinnu í Noregi. Hann segist hafa snúið aftur af heilsufarsástæðum. Á meðan fréttamaður Vísis ræddi við Sturlu kom Hummer-jeppi keyrandi fram hjá mótmælendunum sem lömdu tunnurnar af krafti. Það var gott á milli mótmælanda og lögreglumannanna sem spjölluðu saman.Mynd/ Valur Grettisson „Maður sem á svöng börn er hættulegur," sagði Sturla sem er sannfærður um að önnur bylting í ætt við búsáhaldabyltinguna sé í uppsiglingu. Hann segir fjölskyldurnar í landinu vera búnar að fá nóg. „Annars fékk ég mér snittur í gær," sagði Sturla sem gerðist boðflenna í Listasafni Íslands í gærkvöldi. Þar var verðlaunaafhending á vegum Norðurlandaráðsins og þurfti boðsmiða til þess að komast inn. Sturla segist hafa verið með boðsmiða, honum var engu að síður fylgt út af lögreglunni. Lögreglan á leiðinni að finna manninn með áfengisvandann.Mynd/ Valur Grettisson „Ráðamenn þjóðarinnar gáfu mér verulega illt auga þennan klukkutíma sem ég var þarna," sagði Sturla að lokum. Það var þá sem kona með eyrnatappa leitaði til þriggja lögreglumanna sem stóðu álengdar og fylgdust með mótmælunum. Þeir fylgdu henni inn í þvögu af fólki þar sem drukkinn maður stóð. Hann hraðaði sér strax í burtu þegar lögreglan nálgaðist. Það var á fimmta hundrað manns á Austurvelli um klukkan hálf þrjú í dag.Mynd/ Valur Grettisson „Þetta var einhver maður sem átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða," sagði konan við fréttamann þar sem hann náði tali af henni við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Hummer-bifreiðin lullaði hægt framhjá mótmælendunum.Mynd/ Valur Grettisson Þegar fréttamaður fór af vettvangi var á fimmta hundrað manns að mótmæla. Um hundrað manns slógu tunnurnar af miklu afli sem skapaði mikinn hávaða.Það er ljóst að hávaðinn hefur ekki farið framhjá Alþingismönnum.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira