Innlent

Hlaupið í rénun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlaupið í Grímsvötnum náði hámarki í dag og er nú í rénun, segir Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður sem er staddur fyrir austan. Gunnar telur að vatnsflæðið gæti hafa verið nálægt 3000 rúmmetrum þegar hlaupið var sem stærst.

Hlaupið hófst seinnipartinn á sunnudaginn og þá sagði Gunnar að það myndi taka um fjóra til fimm daga að ná hámarki sinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×