Innlent

Um 20% fleiri slösuðust alvarlega í umferðarslysum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeim hefur fjölgað sem hafa slasast alvarlega í umferðinni. Mynd/ Stefán.
Þeim hefur fjölgað sem hafa slasast alvarlega í umferðinni. Mynd/ Stefán.
Þeim sem slösuðust alvarlega í umferðarslysum á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði um 20% miðað við sama tímabil í fyrra. Alvarlega slasaðir eru þó á þessu tímabili ársins 2010 tæplega 4% færri en árið 2008, samkvæmt tölum Umferðarstofu.

Alls hafa 156 manns slasast alvarlega á fyrstu níu mánuðum ársins. Þeir voru 130 á sama tímabili í fyrra en 162 árið á undan.

Fimm létust í umferðinni á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þeir voru ellefu á sama tímabili í fyrra og 10 á sama tímabili ársins 2008.


Tengdar fréttir

Sex látnir í umferðinni í ár

Sex eru látnir í umferðinni í ár. Það er sex manns of mikið, en talan oft verið hærri. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðaslysa, segist vonast til þess að þessar tölur bendi til þess að menn séu farnir að gá betur að sér í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×