Innlent

Barnafjölskyldur borga 300 þúsundum meira

Sóley Tómasdóttir segir meirihlutann ekki hafa hugsað gjaldskrárhækkanir í skólum borgarinnar til enda
Sóley Tómasdóttir segir meirihlutann ekki hafa hugsað gjaldskrárhækkanir í skólum borgarinnar til enda
Gjaldskrárhækkanir í skólum Reykjavíkur munu kosta þær fjölskyldur sem verst verða úti nærri 300 þúsund krónur á ári.

Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem sakar meirihlutann um að hafa ekki hugsað málið til enda og segir að fullnýting útsvars hefði dugað til að koma í veg fyrir slíkar hækkanir.

Sóley hefur tekið saman hvaða áhrif þær gjaldskrárhækkanir sem meirihlutinn boðaði fyrir skemmstu, munu hafa á ákveðnar fjölskyldugerðir.

Hún segir alvarlegt að meirihlutinn hafi ekki skoðað það. Hún er aðeins að kanna áhrif hækkana á kostnaði við að vera með börn í reykvískum grunn- og leikskólum og frístundaheimilum.

Samkvæmt hennar útreikningum kosta þessar hækkanir meirihlutans foreldra, þar sem annað er útivinnandi með 400 þúsund í laun en hitt í námi og með 3 börn á aldrinum 5-8 ára, röskar 290 þúsund krónur á mánuði.

Séu báðir foreldrar í vinnu með tvö börn á leikskóla og eitt í grunnskóla kosta gjaldskrárhækkanir meirihlutans rúmar 76 þúsund krónur á mánuði og litlu minna kostar þetta einstætt foreldri með tvö börn, annað í leikskóla en hitt grunnskóla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×