Innlent

Jarðskjálftar við Kleifarvatn

Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.
Sveifluháls ofan Krýsuvíkur.

Jarðskjálftahrina hófst í Krýsuvík síðla nætur og var talsverður órói þar í morgun, samkvæmt mælum Veðurstofu. Flestir skjálftanna eru litlir og þeir stærstu innan við 2 stig og er ekki vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir þeim, að sögn Þórunnar Skaftadóttur jarðfræðings á Veðurstofu. Skjálftarnir eiga upptök sín í Sveifluhálsi vestan Kleifarvatns en þetta er alþekkt skjálftasvæði og segir Þórunn þessa hrinu í sjálfu sér ekki boða nein frekari tíðindi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×