Innlent

Misstórir en báðir eru grænir

Forseti og borgarstjóri mættu á misstórum bílum í heimsókn í Foldaskóla. Fréttablaðið/Pjetur
Forseti og borgarstjóri mættu á misstórum bílum í heimsókn í Foldaskóla. Fréttablaðið/Pjetur
Töluverður munur var á fararskjótum borgarstjóra Reykjavíkur og forseta Íslands þegar þeir heimsóttu báðir Foldaskóla á þriðjudag. Þar var haldinn kynningarfundur fyrir Forvarnadaginn sem haldinn var í grunnskólum landsins í gær.

Forsetinn var á eðalbíl af Lexus-gerð, en sá gengur á svokölluðu hybrid-kerfi, þar sem hann er bæði knúinn rafmagni og eldsneyti. Bíllinn er rúmir fimm metrar á lengd og tæp 2 tonn á þyngd.

Borgarstjóri var hins vegar á rafknúinni bifreið af gerðinni Reva, sem er einungis um 2,5 metrar á lengd og vegur um 500 kíló. Þarna eru sannarlega tveir afar ólíkir bílar, en báðir umhverfisvænir.- þj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×