Innlent

Herjólfur siglir á ný til Landeyja síðdegis á morgun

Herjólfur byrjar á ný að sigla til Landeyja síðdegis á morgun, eftir 40 daga hlé. Vegagerðin tilkynnti síðdegis að dýpkun Landeyjahafnar gengi ágætlega enda væru aðstæður góðar.

Fyrsta ferð Herjólfs í fyrramálið verður þó til Þorlákshafnar og komi ekkert óvænt upp er áformað að eftir þá ferð hefjist siglingar til Landeyja að nýju, samkvæmt áætlun. Fyrsta ferð frá Vestmanneyjum verður klukkan fimm og til baka frá Landeyjahöfn klukkan hálfsjö og síðan önnur ferð um kvöldið.

Farþegar eru þó beðnir um að fylgjast með fréttum á heimasíðu Herjólfs. Þeir farþegar sem eiga bíla í Þorlákshöfn fá akstur úr Landeyjahöfn til að komast í bílana.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×