Innlent

Leikskólabörn fái ekki að hitta prest á skólatíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Sverrisdóttir er formaður mannréttindaráðs.
Margrét Sverrisdóttir er formaður mannréttindaráðs.
Leikskólabörn í Reykjavík munu ekki fá að heimsækja kirkjur á skólatíma en grunnskólabörn munu eiga möguleika á slíku verði endurskoðaðar tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar samþykktar.

Í tillögunum segir að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma „skulu fyrst hefjast á grunnskólastigi og eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir og samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni. Fræðsla leikskólabarna um kristilegt siðferði og aðrar lífsskoðanir skal fara fram innan veggja leikskólans og vera á hendi leikskólakennara."

Þá vill meirihluti mannréttindaráðs að þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×