Innlent

Vildi geta boðið ókeypis handklæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, tókust á um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í dag. Mynd/ Vilhelm.
Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, tókust á um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í dag. Mynd/ Vilhelm.
„Þessi fjárhagsáætlun Samfylkingarinnar og Besta flokksins er góð miðað við aðstæður. Það væri auðvitað frábært að eiga meiri peninga," sagði Jón Gnarr í ræðu sinni í dag um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. En svona væri staðan núna. Unnið væri útfrá þeim aðstæðum sem nú væru uppi.

„Ég vildi óska þess að hún væri skemmtilegri, að við gætum boðið öllum borgarbúum ókeypis í strætó og ókeypis í sund og ókeypis handklæði. Kannski náum við að gera það næst. Það væri gaman," sagði Jón Gnarr. Hann sagði að erfitt hefði verið að berja saman fjárhagsáætlunina. Krafist væri sparnaðar, niðurskurðar og hagræðingar en menn væru ósammála um hvernig það væri gert.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í sinni ræðu í borgarstjórn í dag að of dökk mynd væri dregin upp af fjármálum borgarinnar í fjárhagsáætluninni. Það væri ekki þörf fyrir eins miklar skattahækkanir og raun er á og of langt væri gengið í gjaldskrárbreytingum. „Auðvitað þurfum vð að hagræða, en við erum ekki svo illa stödd sem þarna kemur fram," segir Hanna Birna.

Þá gagnrýndi Hanna Birna skort á samráði við starfsmenn Reykjavíkurborgar og skort á samvinnu við minnihluta borgarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×