Innlent

Sex látnir í umferðinni í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ágúst Mogensen segir að dregið hafi úr umferð á liðnum árum. Mynd/ Pjetur.
Ágúst Mogensen segir að dregið hafi úr umferð á liðnum árum. Mynd/ Pjetur.
Sex eru látnir í umferðinni í ár. Það er sex of mikið, en talan hefur oft verið hærri. Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðaslysa, segist vonast til þess að þessar tölur bendi til þess að menn séu farnir að gá betur að sér í umferðinni.

Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni benti Ágúst þó á að árið væri ekki á enda og menn skyldu því fara varlega í alhæfingar. Ágúst sagði þó að betur hefði gengið í ár en oft áður. Þetta væri fjórða árið af síðustu fimm þar sem tala látinna væri undir 20. Fyrir tíu árum hefðu 32 látist í umferðinni.

„Það hefur verið unnið eftir umferðaröryggisáætlun hér á landinu og unnið markvisst að löggæslumálum, forvarnarmálum og náttúrlega vegabótum," sagði Ágúst aðspurður um það hvað skýrði að talan hefði lækkað. Ekki mætti horfa framhjá því að það hafi dregið úr umferð á liðnum árum. Jafnframt hefði dregið úr skemmtun og áfengisneyslu. Þá hefði dregið úr hraðakstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×