Innlent

Ríkissaksóknari rannsaki eftirlitssveit Bandaríkjamanna

MYND/Vilhelm

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að biðja ríkissaksóknara um að kanna hvort bandaríska sendiráðið á Íslandi hefi gerst brotlegt við lög með því að starfrækja öryggissveit við sendiráðið sem fylgdist með mannaferðum við sendiráðið.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ráðherrann hélt í dag en hann segist grípa til þessa ráðs þar sem svör sendiráðsins við fyrirspurnum ríkislögreglustjóra um málið voru ófullnægjandi að mati ráðherranns.

Viðbrögð Íslendinga eru því á sömu lund og norskra stjórnvalda, sem einnig fólu ríkissaksóknara þar í landi svipaða rannsókn, eftir að svipaðar fregnir af eftirliti sendiráðsstarfsmanna komu upp á yfirborðið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×