Innlent

Hótaði að sitja fyrir starfsmanni apóteks

Erla Hlynsdóttir skrifar
Ölvaður maðurinn varð mjög æstur þegar hann fékk ekki lyfin sín samstundis
Ölvaður maðurinn varð mjög æstur þegar hann fékk ekki lyfin sín samstundis Mynd úr safni

Viðskiptavinur Lyfja og heilsu við Egilsgötu í Reykjavík hótaði starfsmanni apóteksins nú skömmu eftir hádegið þegar hann þurfti að bíða eftir að fá afgreidd lyf.

Maðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar og var heldur ölvaður, kom í apótekið með lyfseðil. Starfsmaðurinn þurfti að hringja í lækni áður en hann gat afgreitt lyfin en náði ekki sambandi og gat því ekki afhent manninum lyfin strax. Við þetta æstist viðskiptavinurinn mjög og tók að hóta starfsmanninum öllu illu, sagðist ætla að sitja fyrir honum og að hann myndi sannarlega hafa verra af vegna þessa seinagangs.

Lögregla var kölluð til og manninum vísað út úr apótekinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×