Innlent

Vegtollar auka útgjöld bíleigenda um 80%

Fyrirhugaður vegtollur á akstur um vegi út frá höfuðborginni mun auka útgjöld bíleigenda til ríkisins við hvern ekinn kílómetra um rúm áttatíu prósent. Þá er stefnt að hækkun á þremur bensínsköttum um áramót.

Sé tekið dæmi meðal smábíl, sem eyðir átta lítrum á hundrað kílómetrana, þá er bensínreikningurinn fyrir að skreppa frá Reykjavík austur á Selfoss og til baka rúmar 1660 krónur miðað við núverandi bensínverð.

Þar af er liðlega helmingur, eða um 850 krónur skattar til ríkisins, sem skiptast í vörugjald, gjald í flutningsjöfnunarsjóð, bensíngjald og kolefnagjald.

Ofan á þessi gjöld saman lagt, að viðbættu smásöluverði olíufélaganna er svo lagður virðisaukaskattur til hins opinbera. Þetta þýðir að núna eru greiddar á milli átta og níu krónur í þessa skatta og gjöld til ríksins fyrir hvern ekinn kílómetra í þessu dæmi, en verða milli 15 og 16 krónur á hvern kílómetra á Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut og Suðurlandsvegi, næst Reykjavík, ef vegtollurinn verður tekinn upp, en það er liðlega 80 prósenta hækkun.

Eins og komið er fram er í bígerð að hækka kolefnisgjald og bensíngjald um áramótin, sem þýðir bensínhækkun um fimm krónur á lítrann, bara vegna þeirra hækkana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×