Innlent

Fimm hundruð lögðu ólöglega um helgina

Bílastæði við Hverafold, steinsnar frá Grafarvogskirkju, voru illa nýtt þegar fjölsóttir tónleikar fóru fram í kirkjunni.
Bílastæði við Hverafold, steinsnar frá Grafarvogskirkju, voru illa nýtt þegar fjölsóttir tónleikar fóru fram í kirkjunni.
Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af hátt í fimm hundruð ökutækjum vegna þessa, jafnt á miðborgarsvæðinu sem annars staðar.

Þannig var bílum til dæmis lagt ólöglega við Laugardalshöll og Grafarvogskirkju en á báðum stöðum voru næg bílastæði í aðeins tvegggja til þriggja mínútna göngufæri frá áðurnefndum stöðum.

Þá ber sömuleiðis nokkuð á því að fullfrískir einstaklingar nýti sér stæði sem eru sérmerkt fötluðum. Fullorðin, fötluð kona sem býr á miðborgarsvæðinu þurfti að hringja í lögregluna í tvígang um helgina en í bæði skiptin var það vegna óforskammaðra bílstjóra sem lögðu í einkastæðið hennar þrátt fyrir að það sé kyrfilega merkt með viðeigandi hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, meðal annars til að þeir komist hjá útgjöldum en nú er 5000 króna sekt vegna stöðubrots og rennur gjaldið í Bílastæðasjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×