Auður: Hátterni Jóns Gnarr í ætt við einelti Karen Kjartansdóttir skrifar 3. nóvember 2010 12:15 Auður Jónsdóttir. Hátterni borgarstjóra og félaga hans minnir á þá sem leggja í einelti í grunnskóla segir rithöfundurinn Auður Jónsdóttir eftir að hafa horft á myndbrot út kvikmyndinni Gnarr. Auður segist sjá eftir því að hafa stutt Besta flokkinn eftir að hafa horft á tvö myndskeið úr heimildarmyndinni Gnarr. Þar birtist meðlimir Besta flokksins eins og vinsælir krakkar í grunnskóla sem leggi aðra í einelti og þaggi niður umræðu. Bæði myndbrotin hafi mikið til gengið út á að gera grín að Sóleyju Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, og látið hafi verið í ljós að Besta flokknum þyki hún alveg svakalega leiðinleg. Jón Gnarr er meðal annars sýndur ganga hlæjandi út af fundi þegar Sóley heldur ræðu en í myndskeiðinu segist hann reyndar ekki muna hvað hún heitir. Skömmu seinna talar hann um fundarhöld sem honum þykir stjarnfræðilega leiðinleg. „Þetta eru hættulegar aðstæður sem Besti flokkurinn er í því þeir geta hæglega notað húmor sem þöggun, þetta eru atvinnuskemmtikraftar sem stór hluti þjóðarinnar dýrkar en þarna eru þeir komnir í pólitík og þar verða allir að þora að segja skoðanir sínar," segir Auður. Hún leggur áherslu á að Jón og félagar verði að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir skoðunum samstarfsmanna sinna. „Það þýðir ekki að segja að allir séu bara leiðinlegir." Inni á sjónvarpssíðu Vísis má sjá umfjöllun Íslands í dag um myndina. Auk þess má sjá myndbandið sem Auður vísar í hér en það vantaði inn í fréttina í gær. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hátterni borgarstjóra og félaga hans minnir á þá sem leggja í einelti í grunnskóla segir rithöfundurinn Auður Jónsdóttir eftir að hafa horft á myndbrot út kvikmyndinni Gnarr. Auður segist sjá eftir því að hafa stutt Besta flokkinn eftir að hafa horft á tvö myndskeið úr heimildarmyndinni Gnarr. Þar birtist meðlimir Besta flokksins eins og vinsælir krakkar í grunnskóla sem leggi aðra í einelti og þaggi niður umræðu. Bæði myndbrotin hafi mikið til gengið út á að gera grín að Sóleyju Tómasdóttur, fulltrúa Vinstri grænna, og látið hafi verið í ljós að Besta flokknum þyki hún alveg svakalega leiðinleg. Jón Gnarr er meðal annars sýndur ganga hlæjandi út af fundi þegar Sóley heldur ræðu en í myndskeiðinu segist hann reyndar ekki muna hvað hún heitir. Skömmu seinna talar hann um fundarhöld sem honum þykir stjarnfræðilega leiðinleg. „Þetta eru hættulegar aðstæður sem Besti flokkurinn er í því þeir geta hæglega notað húmor sem þöggun, þetta eru atvinnuskemmtikraftar sem stór hluti þjóðarinnar dýrkar en þarna eru þeir komnir í pólitík og þar verða allir að þora að segja skoðanir sínar," segir Auður. Hún leggur áherslu á að Jón og félagar verði að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir skoðunum samstarfsmanna sinna. „Það þýðir ekki að segja að allir séu bara leiðinlegir." Inni á sjónvarpssíðu Vísis má sjá umfjöllun Íslands í dag um myndina. Auk þess má sjá myndbandið sem Auður vísar í hér en það vantaði inn í fréttina í gær.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira