Innlent

Fundi fjárlaganefndar frestað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar sem halda átti klukkan tíu í morgun. Fundurinn mun fara fram klukkan hálfátta í kvöld.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, segir að nokkur praktísk atriði hafi staðið út af borðinu sem ljúka þurfi áður en vinna nefndarinnar hefjist. Hann segir að það liggi ljóst fyrir að ekki sé einhugur um fjárlagafrumvarpið í þingflokki VG. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að ekki hafi allir greitt atkvæði með frumvarpinu við lok annarrar umræðu. Hann segir þetta hins vegar ekki vera ástæðuna fyrir því að fundinum í morgun hafi verið frestað.

Björn Valur segir að samkvæmt lögum eigi að taka fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu á morgun. Ekkert annað standi til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×