Erlent

Fær hugsanlega ævifangelsi fyrir að fara óboðinn inn í landið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt tvo. Mynd/ Getty.
Maðurinn hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt tvo. Mynd/ Getty.
Þrjátíu ára gamall pólskur karlmaður gæti orðið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að heimsækja son sinn til Danmerkur. Jyllands Posten segir að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem maður fengi slíkan dóm þar í landi fyrir að koma inn í landið í óleyfi.

Forsaga málsins er sú að Pólverjinn var dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð árið 1998, eftir að maðurinn var fundinn sekur um að hafa skotið á félaga sinn, konuna hans og pabba konunnar. Einungis konan lifði skotárásina af.

Pólverjinn fékk reynslulausn í fyrra og var rekinn úr landi. Á fimmtudag í síðustu viku sneri hann svo til baka til Danmerkur í þeim tilgangi að hitta tveggja ára gamlan son sinn. Hann var handtekinn eftir að hann kom til landsins og úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Maðurinn mótmælti gæsluvarðhaldsúrskurðinum og sagði það klárt mál að hann myndi snúa til baka úr landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×