Erlent

Malaría í Grikklandi

Mynd/AFP
Ferðalangar í Grikklandi hafa verið varaðir við malaríusmitum. Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Síðan í júní á þessu ári hafa sex manns greinst í landinu með sjúkdóminn. Tilvikin urðu á Euboea, stórri eyju norður af Aþenu og Laconia svæðinu. Enginn smitaðra hafði ferðast nokkuð út fyrir Grikkland.

Grískur starfsmaður í heilsugæslu sagði að þrátt fyrir tilvikin væru líkurnar á að smitast einstaklega lágar en ráðlagði fólki þó að bera á sig skordýraeyði og reyna að koma í veg fyrir stungur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×