Erlent

8.7 milljónir lífvera á jörðinni

Vísindamenn segja jörðina heimili 8,7 milljón tegunda af lífverum. Þetta er ungur flamingo frá spáni.
Vísindamenn segja jörðina heimili 8,7 milljón tegunda af lífverum. Þetta er ungur flamingo frá spáni. Mynd/AFP
Um 8.7 milljónir tegunda lífvera fyrirfinnast á jörðinni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Public Library of Science Biology. Talan var fundin með nýju kerfi til að flokka lífverur og meta fjölda þeirra. Áður hefur hún verið áætluð frá 3 milljónum og allt upp í 100.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að um 5,5 milljónir tegunda lifi á landi og um 2,2 í sjó og vötnum. Hins vegar á eftir að uppgötva og flokka næstum 90% þessara tegunda þrátt fyrir hina nýju tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×