Erlent

Ríkisstjórn Ástralíu í hættu vegna kynlífshneykslis

Julia Gillard, forsætisráðherra, er tæplega mjög ánægð með þessar ásakanir, enda stjórn hennar í hættu fyrir vikið.
Julia Gillard, forsætisráðherra, er tæplega mjög ánægð með þessar ásakanir, enda stjórn hennar í hættu fyrir vikið. Mynd/AFP
Ástralskur þingmaður er sakaður um að hafa notað kreditkort stéttafélags hjúkrunarfræðinga til að greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Ástralska lögreglan rannsakar nú málið.

Þingmaðurinn Craig Thomson á að hafa tekið litlar 12 milljónir króna út á einu bretti og notað á vændishúsi meðan hann vann hjá stéttafélaginu á árunum 2003-2005. Þessu neitar Thomson staðfastlega og segir undirskrift sína hafa verið falsaða af ónefndum félaga sínum.

Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, hefur haldið uppi vörnum fyrir Thomson, enda setja þessar ásakanir stjórn hennar í mikla hættu. Ríkisstjórnin stendur mjög tæpt fyrir. Verði Thomson fundinn sekur á hann yfir höfði sér minnst árs fangelsi og getur ekki setið á þingi. Það þýðir að ríkisstjórnin missir þingmeirihlutann og kosningar verða óumflýjanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×