Erlent

Hörmulegar aðstæður í Sómalíu

Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort
Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort
Kólerufaraldur blasir við á neyðarsvæðunum í Sómalíu þar sem óhreint vatn og ófullnægjandi hreinlætisaðstaða er gróðrarstía fyrir sjúkdóminn. Hundruð þúsunda barna glíma nú við næringarskort á svæðinu og eru viðkvæm fyrir áföllum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir margt gefa til kynna að hætta sé á að kólera láti á sér kræla. Þegar hafa hátt í 200 látist af völdum niðurgangs í höfuðborginni Mógadisjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×