Erlent

Sáu dóttur sína í sjónvarpinu og hringdu á lögreglu

Frá Lundúnum þar sem óeirðir hafa geisað síðustu daga.
Frá Lundúnum þar sem óeirðir hafa geisað síðustu daga. Mynd/AFP
Ljóst er að brotamennirnir í Lundúnum voru af mörgu tagi. Að sögn breska dagblaðsins Guardian sáu foreldrar 18 ára stúlku hana í beinni sjónvarpsútsendingu í Enfield þar sem hún braut rúðu í verslun með grjótkasti og fagnaði ákaft. Foreldrarnir létu lögregluna vita og var stúlkan handtekin. Stúlkan hreppti nýlega þann heiður að vera ásamt hópi annarra unglinga gerð að sérstökum sendiherra ólympíuleikanna sem halda á í Lundúnum næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×