Erlent

Ónæmiskerfið öðruvísi en í öðrum dýrum

Þorskur er með öðruvísi ónæmiskerfi en önnur dýr.
Þorskur er með öðruvísi ónæmiskerfi en önnur dýr.
Þorskur er með öðruvísi ónæmiskerfi en öll önnur dýr. Norskir vísindamenn hafa kortlagt erfðamengi þorsksins og er greint frá niðurstöðum rannsókna þeirra í vísindaritinu Nature.

Meðal þess sem vísindamennirnir komust að er að þorskinn vantar ákveðnar vefjaflokkasameindir sem vara líkamann við bakteríum, sníkjudýrum og fleiru.

Vísindamennirnir draga þá ályktun að þar sem þorskurinn dafni vel hljóti hann að hafa þróað með sér ákveðið varnarkerfi gegn sjúkdómum.

Kjetill S. Jakobsen prófessor segir í viðtali á vefnum forskning.no að út frá núverandi kenningum um ónæmiskerfið ætti þorskurinn ekki að geta varist bakteríum og sýkingum. „Hann hefur augljóslega leyst þetta á annan hátt.“

Prófessorinn segir þorskinn hafa fjölda eintaka af genum sem tengjast öðrum þætti ónæmiskerfisins. Þessi gen kunni að hafa fengið aðra starfsemi hjá þorskinum. Þess vegna geti hann haldið heilsu og fjölgað sér á mörgum hafssvæðum.

Talið er að þessi uppgötvun geti skipt miklu máli við þróun þorskeldis.

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×