Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gæti orðið erfitt fyrir Eið að komast í liðið

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Fulham frá því hann kom til liðsins í janúar frá Stoke. Í 3-2 sigri liðsins um s.l. helgi gegn Blackburn kom Eiður ekkert við sögu og telur Hjörvar Hafliðason fótboltasérfræðingur Sunnudagsmessunnar að það gæti reynst erfitt fyrir Eið að komast í liðið – sérstaklega eftir að Bobby Zamora fór að leika að nýju.

Farið var yfir stöðuna hjá Eiði Smára í Sunnudagsmessunni og þar benti Guðmundur Benediktsson á þá skemmtlegu staðreynd að gengi Stoke hefur versnað töluvert eftir að Eiður fór frá liðinu og á sama tíma hefur Fulham náð ágætum úrslitum. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Eiður hafi svona góð áhrif á aðra leikmenn liðsins á æfingum og í búningsklefanum?

Robin van Persie skilar sínu þegar hann er ekki meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×