Formúla 1

Mótshaldarar í Barein fá frest til 1. maí

Fernando Alonso á Ferrari á leið sinni til sigurs í mótinu í Barein í fyrra.
Fernando Alonso á Ferrari á leið sinni til sigurs í mótinu í Barein í fyrra. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
FIA hefur gefið Formúlu 1 mótshöldurum í Barein frest þangað til 1. maí til að ákveða hvort Formúlu 1 mót getur farið fram í landinu eður ei. Mótið átti að vera á dagskrá 13. mars, en var fellt niður vegna pólitísks ástands í landinu.

Mótshaldarar í Barein verða að ákveða það í síðasta lagi 1. maí, hvort þeir vilja koma mótinu aftur á dagskrá samkvæmt frétt á autosport.com í dag. Málið var rætt hjá akstursíþróttaráði FIA í París í dag. Talið er líklegast að ef af því yrði að mótið yrði sett á dagskrá aftur, þá yrði það undir lok keppnistímabilsins.

Staðan í dag er því óbreytt og 19 mót eru á dagskrá eins og í fyrra, ekki 20 eins og til stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×