Ungstirnið Jack Wilshere hefur heldur betur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og enskir fjölmiðlar halda vart vatni yfir leikmanninum.
Nú er hermt að Man. City ætli sér að bjóða 40 milljónir punda í leikmanninn í sumar. Það sem meira er þá er City til í að tvöfalda laun leikmannsins sem er sagður fá 55 þúsund pund í vikulaun í dag.
Ef City er alvara að bjóða slíka upphæð í þennan 19 ára miðjumann gæti orðið erfitt fyrir forráðamenn Arsenal að segja nei.

