Erlent

Flugskeytum skotið á höfuðstöðvar Gaddafís

Stuðningsmenn Gaddafís skoða skemmdirnar eftir árásina í morgun.
Stuðningsmenn Gaddafís skoða skemmdirnar eftir árásina í morgun. MYND/AP
Herþotur NATO gerðu í nótt árásir á höfuðstöðvar Gaddafís einræðisherra Líbíu. Heimildir BBC herma að tvö öflug flugskeyti hið minnsta hafi hæft byggingarnar sem eru í miðborg höfuðborgarinnar Trípólí. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en stuðningsmenn Gaddafís segja augljóst að árásirnar hafi miðað að því að ráða hann af dögum.

Það hafi hinsvegar mistekist. Í gær létu stuðningsmenn Gaddafís sprengjum rigna á borgina Misrata þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að hlé skildi gert á bardögum til þess að hægt yrði að ganga til samninga við uppreisnarmenn. Að minnsta kosti sex féllu í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×