Erlent

Föst vegna ösku - aftur

Skjáskot af vef Aftenposten.
Skjáskot af vef Aftenposten.
Norska blaðið Aftenposten greinir frá tveimur vinkonum sem báðar sátu fastar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fyrir rúmu ári. Önnur í New York og hin í Stokkhólmi. Nú eru ferðaplön þeirra aftur í uppnámi. Ástæðan. Þær ákváðu að skella sér í sumarfrí á Íslandi. Vinkonurnar heita Randi Roaldsnes og Karen Sofie Haraldsen. Þær eru hér ásamt þrettán vinum í skemmtiferð og hafa það bara gott - eða kjempefint, eins og segir í greininni.

Eldgosið í Grímsvötnum er efsta frétt í öllum helstu fréttamiðlum heims í dag. Á dönskum og breskum miðlum er fréttin víðast aðalfrétt á forsíðu. Það eru að sjálfsögðu áhrif eldgossins á flugsamgöngur sem erlendu miðlarnir hafa áhrif á. „Eldgos í Grímsvötnum hefur áhrif á flug" er fyrirsögn fréttavefjar BBC, breska ríkisútvarpsins. Þar er þó tekið fram að eldgosið muni líklegast ekki hafa áhrif á flugsamgöngur utan Íslands. Á vef Jyllands Posten er haft eftir jarðfræðingi að eldgosið sé í rénun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×