Íslenski boltinn

Sam Hewson skrifar undir tveggja ára samning við Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framarar hafa gengið frá samningi við Sam Hewson fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United. Hewson hefur æft með Safamýrarpiltum að undanförnu og hefur þótt standa sig vel.

Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram staðfesti í samtali við undirritaðan fyrir stundu að Hewson hefði skrifað undir tveggja ára samning. Hann yrði klár í næsta leik Framara sem er miðvikudaginn á Akureyri gegn Þór.

Undirritaður hitti á Hewson í síðustu viku og spjallaði við hann um aðstæður hjá Fram og tímann hjá Manchester United. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari

Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara.

Fram bíður eftir því að Hewson standist læknisskoðun - stendur sig vel

Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Fram býst fastlega við því að félagið semji við Sam Hewson, fyrrum fyrirliða varaliðs Manchester United, sem hefur verið á reynslu hjá félaginu síðustu daga. Framarar ætla þó ekki að ganga frá neinu fyrr en læknir félagsins nær að skoða leikmanninn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×