Íslenski boltinn

Grétar Sigfinnur: Þetta er alls ekki vonlaust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grétar Sigfinnur Sigurðarson var fyrirliði KR í kvöld í fjarveru Bjarna Guðjónssonar. Það er orðin sjaldgæfur viðburður að taka viðtöl við KR-inga eftir tapleiki.

„Við nýttum ekki færin sem við fengum. Svolítið stöngin út í því. Settum í slánna og stöngina. Hefðum getað verið komnir 2-0 yfir strax. Við náðum ekki að stoppa þeirra hraða á síðasta þriðjungi og þeir ganga á lagið. Við brotnum en vorum samt gríðarlega óheppnir að þetta hafi ekki fallið fyrir okkur í mörgum færum," sagði Grétar.

KR-ingar sóttu nokkrum sinnum á mörgum mönnum og voru seinir að skila sér tilbaka.

„Fyrsta markið kom gjörsamlega upp úr því og þriðja markið eiginlega líka þar sem þeir fengu víti. Þar lentum við í vandræðum en klaufaskapur að gefa þetta víti."

Þrátt fyrir slæma stöðu hefur Grétar ekki gefið upp alla von þrátt fyrir að hitastig í Georgíu hafi farið upp í 40 gráður undanfarna daga.

„Þetta er alls ekki vonslaust. Það verður 25 stiga hiti um kvöldið þegar spilað er. Við blásum til sóknar og sjáum hvað gerist. En þetta er flott lið og voru betri en við í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×