Erlent

Obama krefst afsagnar Assad

Bandaríkin kalla eftir því að Assad segi af sér.
Bandaríkin kalla eftir því að Assad segi af sér.
Bandaríkjaforseti kallar í dag opinberlega eftir því að Sýrlandsforseti, Bashar al-Assad, leggi niður völd. Þá hefur Obama einnig hótað auknum refsiaðgerðum sem ku vera mun harkalegri en hinar fyrri, verði Assad ekki við ósk Bandaríkjanna.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Bandaríkin setja beinlínis fram kröfu um að Assad segi af sér, en krafan kemur í kjölfar miskunarlausra árása ríkisstjórnar Sýrlands á uppreisnarmenn undanfarna daga.


Tengdar fréttir

35 látnir í árás hersins

35 manns hafa látist af völdum hersins í borginni Latakia í Sýrlandi undanfarna fjóra daga, að sögn íbúa. Af sautján manns sem drepnir voru í landinu á mánudag samkvæmt mannréttindasamtökum voru sex í Latakia.

Assad herðir atlöguna gegn uppreisnarmönnum

Forseti Sýrlands, Bashar Assad, hefur uppá síðkastið hert vígbúnað sinn til muna. Það er tilraun til að kæfa uppreisnina sem þar geisar. Ástæðan er að nú stendur yfir hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan. Yfirvöld ætla sér að bæla niður uppreisnarmenn svo halda megin Ramadan heilagan þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×