Erlent

Hraunað yfir Rick Perry úr öllum áttum

Rick Perry ríkisstjóri í Texas og einn þeirra sem sækist eftir því að verða forsetaefni Repúblikaflokksins liggur undir harðri gagnrýni þvert á pólitískar línur í Bandaríkjunum fyrir ummæli sín um Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins.

Perry sagði að hann liti á það sem landráð ef Bernanke léti prenta meira af dollaraseðlum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Í frétt um málið á BBC segir að bæði Hvíta húsið og Karl Rowe fyrrum spunameistari George Bush fyrrverandi forseta hafa gagnrýnt þessi ummæli og sagt þau forkastanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×