Erlent

Dularfullur Rembrandt þjófnaður

Þjófnaður á Rembrandt teikningu frá hóteli í Los Angeles þykir orðinn dularfullur. Teikningunni, sem er frá árinu 1655 og metin er á um 250 milljónir kr., var stolið frá Ritz-Carlton hótelinu um síðustu helgi.

Lögreglunni í Los Angeles barst síðan ábending um að teikninguna væri að finna í kirkju í San Fernando dalnum í um 30 kílómetra fjarlægð frá hótelinu og þar var hún.

Þjófnaðurinn var vel skipulagður og telur lögreglan að reyndir glæpamenn hafi verið þar á ferð. Lögreglan hefur hinsvegar enga hugmyndu um hverjir þeir eru. Teikningin er hinsvegar komin á sinn rétta stað að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×