Erlent

Lést í hákarlaárás í brúðkaupsferðinni sinni

Mynd/AP
Yfirvöld á Seychelles eyjum hafa staðfelst að þrítugur karlmaður frá Bretlandi hafi látið lífið þegar hákarl réðst á hann við Paslin eyju í dag. Maðurinn var staddur á eyjunni ásamt eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra hjóna.



Fréttavefur The Daily Telegraph nafngreinir manninn sem Ian Redmond, en hann var við sund skammt frá ströndinni þegar hátt í tveggja metra stór hákarl réðst á hann. Eiginkona hans, Gemma Houghton, stóð á ströndinni í einungis tuttugu metra fjarlægð þegar árásin átti sér stað.

Þetta er í annað sinn sem manneskja tapar lífinu í hákarlaárás á
Anse Lazio ströndinni á tveimur vikum, en 36 ára gamall maður frá Frakklandi lést þar í kjölfar hákarlaárásar þann 2. ágúst síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×