Erlent

Tveir Palestínumenn falla fyrir hendi Ísraelsmanna

Palestínsk börn standa við svæðið þar sem loftárásirnar áttu sér stað fyrr í dag.
Palestínsk börn standa við svæðið þar sem loftárásirnar áttu sér stað fyrr í dag. Mynd/AFP
Ísraelski herinn felldi tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í dag. Annar þeirra féll í loftárás en hinn var skotinn þar sem hann nálgaðist landamæri Gaza og Ísrael.

AP fréttastofan hefur það eftir talsmanni heilbrigðisráðuneytis Gaza að auk hermannsins sem féll í loftárásunum hafi fjórir særst, þar af einn fimm ára gamall drengur.

Haft var eftir talsmönnum ísraelska hersins að skotið hafi verið á fimm skotmörk úr lofti í dag, en það hafi verið gert í mótsvari við eldflaugar Palestínumanna sem skullu á borginni Beersheba í suðurhluta Ísrael í gær. Ísraelski herinn segir loftárásina í dag hafa beinst gegn hópi manna sem hafi verið að búa sig undir að skjóta eldflaug á Ísrael.




Ekki er ljóst hvort maðurinn sem skotinn var við landamæralínuna hafi verið hermaður eða óbreyttur borgari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×