Erlent

Sjónvarp drepur

Sjónvörp eru hættuleg fyrirbæri.
Sjónvörp eru hættuleg fyrirbæri.
Áströlsk rannsókn hefur leitt í ljós að sjónvarpsgláp styttir líf fólks. Rannsóknin var birt í British Journal of Sports Medicine. Niðurstaðan var að hver klukkutími af áhorfi eftir 25 ára aldur kostar fólk 22 mínútur af lífi.

 

Rannsóknin var byggð á 11.000 manna úrtaki sem rannsakað var árin 1999-2000. Þegar upp var staðið lifðu þeir sem störðu mikið í imbann styttra en þeir sem ekkert horfðu. Breska blaðið Guardian greinir frá rannsókninni. Hún var framkvæmd í kjölfar eldri rannsóknar sem sýndi svipaðar niðurstöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×